top of page

Heiðrún Halldórsdóttir

2015_10_11_16_40_19_Andlistsmynd_0007.jp

Romanas pilates Instructor level 5

Heiðrún hefur stundað pilates frá árinu 2007 þegar hún hóf nám við Orange Coast College, CA. Aðalfag hennar var dans en hún útskrifaðist þaðan árið 2009 með starfsréttindin:  „Pilates and dance condisioning instructor.“ Þegar heim til Íslands var komið fór Heiðrún strax að kenna pilates. Árið 2011 byrjaði hún svo nám í hinum virta skóla Romanas Pilates hjá arftaka Joseph H. Pilates Mrs. Romana Kryzanowska, þar sem hún lagði stund á hið upprunalega pilates. Meistari Heiðrúnar er Janice Dulak en hún lærði undir handleiðslu Romana á sínum tíma. Heiðrún útskrifaðist árið 2012 sem fullnuma Romanas Pilates Instructor.  

          Heiðrún leggur mikla áherslu á eigin endurmenntun og sækir viðbótarnám a.m.k. einu sinni á ári erlendis. Hér má sjá  námskeiðin sem hún hefur sótt.

        Heiðrún rekur fullbúið pilatesstudio í Skipholti 50b í Reykjavík ásamt Elínu Ósk Jónsdóttir þar sem hún kennir bæði einka-duo- og hóptíma. 

Joseph H. Pilates   –   Romana Kryzanowska   –   Janice Dulak  –   Heiðrún Halldórsdóttir

,,Ég kom fyrst til Heiðrúnar í pilates 2013. Ég sat mikið á þessum tíma á milli þess sem ég stundaði þungar lyftingar og crossfit. Þegar ég kom hafði ég farið á milli sjúkraþjálfara og nuddara en engan bata fengið vegna verkja í mjóbaki. Ég gat ekki staðið kyrr í nokkrar mínútur án þess að fá í mjóbakið. Hjá Heiðrúnu lærði ég að nota litla styðjandi vöðva sem ég vissi ekki að ég væri með og að teygja á vöðvum sem voru svo stífir að hefðbundnar teygjuæfingar dugðu ekki til. Nokkrum vikum eftir að ég byrjaði í pilates fór ég á standandi tónleika sem hafði alltaf verið kvíðvænlegt fyrir mig. Ég man hvað ég var glöð þegar ég kom heim verkjalaus! Það að stunda pilates er enn hluti af minni rútínu ekki bara af því að það er svo gaman að koma til Heiðrúnar (þó að það sé góð ástæða ein og sér!) heldur af því að það gerir lífið léttara og styður við mig í leik og starfi."

 

                                                                                                               -Snjólaug Ólafsdóttir

Heiðrún og Djásn frá Hveragerði 

2017_02_26_12_42_50_untitled_0196.jpg

Pilates for dressage®  Instructor

Samhliða menntun sinni hjá Romanas Pilates stundaði Heiðrún einnig nám í Pilates for Dressage® (Knapa pilates). Janice Dulak meistari hennar er frumkvöðullinn á því sviði. Á þessum tíma var Heiðrún hægri hönd Janice í að útbúa kennslugögn fyrir nemendur sem vildu verða kennarar í Pilates for Dressage®. Í dag hafa nokkrir lært til stöðu aðstoðarkennara í knapa pilates (pilates for dressage assistant og associate instructors) en Heiðrún er sú eina ásamt Janice sem er fullnuma í faginu. 

,,Pilates fyrir knapa hefur hjálpað mér að vera betri reiðkennari, næmari að sjá og skilja galla í ásetu sem aftra framförum. Og eins hefur það hjálpað mér að vera betri þjálfari, á auðveldara með að greina hvað get ég gert til að hjálpa hestinum mínum að verða liprari í ýmsum verkefnum. Og hestarnir verða meira sjálfberandi-taumléttir þegar knapinn er sjálfberandi, notar meira líkama og fætur-minni hendur :)"

- Súsanna Sand Ólafsdóttir

bottom of page