Styrkur og liðleiki með mikilli stjórn
Pilates dregur nafn sitt af frumkvöðli pilates: Joseph H. Pilates en hann kallaði kerfið sjálfur The art of Contrology.
Hvað er pilates?
Pilates er æfingakerfi sem styrkir alla vöðva líkamans. Unnið er út frá svokölluðu “power house” sem eru vöðvar í mitti, innan á lærum og rassvöðvar. Áhersla er lögð á djúpvöðva líkamans og að stuðla að jafnvægi innan stoðkerfis. Pilates hjálpar einnig við að minnka verki eða þeir hverfa með öllu, bætir líkamsstöðu og ýtir undir heilbrigði á líkama og sál.
“Pilates develops the body uniformly, corrects wrong postures, restores physical vitality, invigorates the mind, and elevates the spirit”
-Joseph H. Pilates
Centering - Concentradion - Control - Precision - Breath - flow
Innan pilates kerfisins eru tvö megin kerfi annars vegar dýnuæfingar og hins vegar æfingar á svokölluðum Reformer. Sex leiðarreglur eru hafðar í huga þegar pilates er stundað en þær eru: miðja, einbeiting, stjórn, nákvæmni, öndun og flæði. Joseph Pilates talaði líka um leiðarreglur hugans: gáfur, vilja, minni, ímyndunarafl og innsæi. Þetta er frábært að hafa í huga þegar þú hellir þér í æfingarnar ásamt almennri skynsemi.
“The mind is intelligence guided by the will using memory and imagination assisted by intuition”
- Romana Kryzanowska